Ask for Angela er nafn á herferð sem var sett á laggirnar í Bretlandi árið 2016 og hefur það að markmiði að koma fólki til aðstoðar upplifi það sig óöruggt og/eða í viðkvæmri stöðu. Einstaklingar geta þá notað lykilorð/kóðaorð og „spurt um Angela“ ef það upplifir sig í óþægilegum aðstæðum. Starfsmenn vita þá að aðstoðar sé þörf og koma einstaklingnum í öruggar aðstæður. Hugmyndafræðin er notuð á börum, tónleikastöðum og öðrum stærri viðburðum, auk Bretlands hefur hugmyndafræðin verið innleidd í fleiri löndum í einu eða öðru formi. Hér má lesa meira um hugmyndafræðina https://askforangela.co.uk/.

Markmið þessa verkefnis er að skilja og styðja við þær viðkvæmu aðstæður sem kunna að koma upp á Sátunni og hvernig hægt sé að bregðast við aðstæðum. Þannig bætum við öryggistilfinningu og upplifun gesta á meðan á hátíðinni stendur. Starfsmenn Sátunnar eru þjálfaðir til þess að vera í stakk búnir að styðja við einstaklinga í viðkvæmri stöðu og grípa til viðeigandi úrræða. Við munum skrásetja öll atvik, halda utan um tölfræði og flokka eftir eðli máls og alvarleika. Með því lærum við betur af reynslunni og getum gert betur næst!! Metnaður okkar liggur í því að bæði hátíðargestir og aðrir skemmti sér fallega á hátíðinni og allir fara glaðir og sáttir heim eftir skemmtilega þungarokkshelgi.

Skilaboð til hátíðargesta: Þú átt rétt á að skemmta þér án þess að verða fyrir hverskyns áreitni eða ofbeldi! Snúðu þér að næsta starfsmanni Sátunnar og við aðstoðum þig!

Ask for Angela is the name of a campaign that was launched in 2016 in the UK with the aim to help people who are feeling unsafe and/or in a vulnerable situation. Individuals can use a password / code word and “Ask for Angela” if they feel like they are in an unpleasant situation. Staff members will know that the individual needs help and will take that person to a safe place. The campaign has been used in bars, concert venues and other larger events in the UK, and the concept has been implemented in several other countries in one form or another. You can read more about the campaign here https://askforangela.co.uk/.

The goal of this project is to understand and support the sensitive situations that may come up at the SÁTAN festival and how to respond to them. That’s how we can improve the sense of security and visitor experience during the festival. Sátan's staff members are trained to be able to support individuals in vulnerable situations and take appropriate action. We will document all incidents, keep track of statistics, and categorize by nature of the case and seriousness. That way we learn from the experience and can do better next time!!

Our ambition is that both festival guests and others have a great time at the festival, and everyone goes home happy and satisfied after a fun weekend of heavy metal. Our message to festival goers: You have the right to have fun without being harassed or abused! Contact your nearest SÁTAN staff member and we will assist you in any way we can!