English:
A short ride east of Reykjavík is the quiet town Hveragerði. Hveragerði is mostly known for its many greenhouses where the natural heat from the earth is used to grow fruits and vegetables. It seems like an unlikely place to birth one of the best black metal bands in the country. Auðn were founded in 2010, and quickly became one of Icelands most well known metal acts. Their music is powerful; but, melodic and full of angst. „“Auðn“ means „“wasteland“ in Icelandic and a descriptive metaphor of Iceland‘s unforgiving landscape. Imagine you are adrift on the icy cold winds over soil devoid of life.

Íslenska
Frá Hveragerði koma ekki aðeins tómatar og gúrkur. Árið 2010 var þar stofnuð hljómsveitin auðn sem skipaði sér fljótt í fremstu röð hérlendra svartmálms-hljómsveit. Auðn vekur upp hughrif með sinni grjóthörðu en melódísku tónlist. Það er einhver tenging þar við náttúru Íslands. Að sjá þá á tónleikum er sem að vera borinn á köldum vindum yfir hálendið. Þessa mögnuðu eyðimörk þar sem aðeins sterkustu lífverurnar ná að fóta sig. Í auðninni finnst djúpstæð fegurð og tenging við bæði jörð og fortíð. Hljómsveitin gaf seinast út plötu árið 2020 en er nú farin að hugsa sér til hreyfings. Það er því von til þess að tónleikagestir megi heyra nýja vinda blása.