English:
Punk and metal have not always been the best of friends. That is not the case in Iceland. In such a sparsely populated country, there are no borders in music. You can easily attend a concert where a death metal band will team up with a angst-filled indie band, and an aggressive punk unit. Dauðyflin (The Deadbeats) play uncompromising punk that will mercilessly attack capitalistic and brainless consumer society.
Íslenska
Erlendis hefur pönk og þungarokk oft ekki átt mikla samleið. Jafnvel verið á öndverðu meiði við hvort annað. En Ísland er ekki erlendis. Smæð lands og þjóðar gerir það að verkum að hér eru engin landamæri er kemur að tónlist. Það er okkar dásamlega sérstaða. Dauðyflin leika hart og grimmt pönk þar sem gítar, bassi, trommur og söngur setja upp heildstæðan og afar kraftmikinn hljóm. Dauðyflin eru stofnuð í Reykjavík árið 2016 en liðsmenn höfðu þekkst lengi áður og leikið saman í öðrum sveitum. Pönk leitar oft í önnur umfjöllunarefni en þungarokk. Horfir út á við en ekki inn. Því má búast við að heyra hina einstöku og kraftmiklu söngkonu sveitarinnar láta kapítalisma og hið snauða neyslusamfélag fá fyrir ferðina.