English:
Devine Defilement formed in Reykjavík in 2016. Their music genre is death metal or deathcore. Really powerful and dark, heavy guitar riffs and vocals straight from hell. If you like death metal that does not focus solely on intricate guitar riffs or solos, then Devine Defilement is definately a band you should not miss.

Íslenska
Hljómsveitin er stofnuð í Reykjavík árið 2016. Tónlistin er dauðarokk eða afbrigði af því sem oft er kallað „Deathcore“. Afar kraftmikil og grimm tónlist með níðþungum gítarriffum og söng sem virðist helst njóta styrks frá sjálfum myrkrahöfðingjanum. Devine Defilement hafa verið duglegir við tónleikahald og eru því þéttari en járnhlið helvítis. Viljirðu heyra dauðamálm sem missir sig lítið í flóknum taktbreytingum eða gítarsólóum en kemur sér beint að efninu, þá eru Devine Defilement hljómsveit sem þú mátt bara alls ekki missa af.