English:
Few bands have had as big an effect on the Icelandic alternative rock-scene as HAM. They have been a cross-over act that have influenced both indie and metal acts through the years. The band is formed in 1988 and was very active the first years. They did a tour of Great Britain with The Sugarcubes and played concerts in other European countries and the USA. Their sound is heavy and powerful with lyrics that deal with love, loss and betrayal but in a humoristic way that only Icelandic speakers seem to grasp fully. HAM are legends in Icelandic music history and their concerts tend to be an unforgettable experience.

Íslenska
Hljómsveitin er stofnuð í ársbyrjun 1988. Þessir aldursforsetar hafa haft gífurleg áhrif á íslenska rokktónlist og má gera ráð fyrir að flestar sveitir sem spila á hátíðinni geti nefnt þá sem áhrifavalda. Hvort sem það er indí-fólk, þungarokkarar eða pönkarar þá HAM höfðar jafnt til allra. Var í raun fyrsta eiginlega „cross-over“ hljómsveit landsins. Tónlistin er þung og kraftmikil en jafnframt melódísk. Textar þeirra fjalla oft um óræða hluti en ást, harmur, svik og dauði eru algeng yrkisefni. Þó er þetta framleitt með þungri húmorískri undiröldu sem aðrir en Íslendingar eiga oft erfitt með að greina. Hljómsveitin er fyrir löngu orðin goðsögn í íslenskri tónlistarsögu. Hún spilar sparlega og því eru tónleikar sveitarinnar alltaf sérstök upplifun. Upplifun sem þú mátt ekki missa af.