English:
The first decade of the 21st century saw an influx of bands that focused on both punk and hardcore music and at the forefront were bands like I Adapt. Their performances were full of energy, rage and they played often. Their lyrics were highly politicized and they released the albums Sparks Turn to Flames, Chainlike Burden and No Pasaran, which took it‘s moniker from a famous rally cry that originated in the Spanish civil war.
I Adapt called it quits in 2008; but, played a legendary concert at Eistnaflug in 2012. Thankfully, they will make a comeback at SÁTAN, and that‘s not something any hardcore/punk fan would wanna miss.

Íslenska:
Í upphafi aldarinnar var lífleg pönk og harðkjarnasena í Reykjavík. I Adapt voru þar fremstir meðal jafningja. Hljómsveitin var iðin við tónleikahald og sviðsframkoman öflug og þróttmikil svo vægt sé til orða tekið. Hljómsveitin var dugleg að fara í krefjandi tónleikaferðalög til meginlands Evrópu, hvar sem rafmagn var að fá, Bretlandseyjar fengu á baukinn og Bandaríkin sömuleiðis.
Sveitin sendi frá sér stórskífurnar Sparks Turn To Flames, Chainlike Burden og No Pasaran sem er frægt and-fasískt slagorð úr borgarastyrjöldinni á Spáni.

I Adapt lagði upp laupana árið 2008 en kom aftur saman nokkru síðar á Eistnaflugi 2012. Þá sýndi I Adapt að hún hafði engu gleymt. Nú hafa þeir ákveðið að taka fram gígjurnar á ný til að hræra saman sínum hardcore-metal-pönk bræðing og það er nokkuð sem engin(n) má missa af. Þetta verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar í 12 ár.