English:
Into the trenches everyone. Misþyrming (e.abuse, mistreatment) will mercilessly assault you with overbearingly powerful black metal that takes no prisoners. Few bands portary such brutal power on stage. Any black metal fan has to attend their show.

Íslenska:
Allir í skotgrafirnar. Þessi hljómsveit lætur níðþungan svartmálm hrynja yfir okkur með yfirþyrmandi þunga og miskunnarleysi. Fáar Íslenskar hljómsveitir eru jafn öflugar á tónleikum. Þetta er grjótharður svartmálmur sem hefur verið í stöðugri þróun frá stofnun hljómsveitarinnar árið 2013. Umfjöllunarefnin eru myrkur, þjáning, óreiða og dauði. Þetta er svo allt borið fram með hinni einstöku hljóðmynd Misþyrmingar sem er svo öflug að líklegt er að fáir séu enn þá standandi er yfir lýkur. Þau sem kunna að meta svartmálm gera sér óafturkræfan grikk með því að missa af þessu bandi.