English:
Múr are relative newcomers, founded in 2021. They quickly got peoples attention though. The reason for that is Múr has something that many bands and musicians pursue throughout their career and never find: their own unique sound. Comprised of excellent musicians that create a truly amazing soundscape where furious and chaotic melodies interweave in to a solid wall of sound. Múr might be the first band in history that succeeded in making the keytar, an unholy fusion of a guitar and a keyboard, look cool

Íslenska
Múr er nýkomin fram á sjónarsviðið, stofnuð 2021. Þeir vöktu þó gífurlega athygli um leið og fyrstu tónar voru slegnir. Ástæðan er sú að Múr hefur nokkuð sem margar hljómsveitir og tónlistarfólk eltist við allan sinn feril og finnur aldrei: Eigin hljóm. Liðsmenn eru allir meira en vel færir á sín hljóðfæri og skapa saman hreint magnaðan hljóðheim þar sem oft trylltar melódíur reyna harkalega að skapa umrót og tæta upp grjótsterkan hljóðvegginn sem þær dansa á. Múr hefur verið nefnd sem fyrsta íslenska hljómsveitin, eða jafnvel á heimsvísu, sem tókst að gera hljóðfærið keytar „kúl“ en það er vanhelgur samruni gítars og hljómborðs.