English:
Not all bands at SÁTAN focus on pain and misery. This power metal collaboration will take you to a place where dragons roam the skies, and knights in gleaming armour will seek their fame and fortune. The music is more akin to classic heavy metal and their performances are hugely entertaining.

Íslenska
Power Paladin var stofnuð í Reykjavík árið 2017. Margar hljómsveitir á Sátunni syngja um eymd og sársauka. Nafn þessarar hljómsveitar gefur annað til kynna. Tónlistin er listilega framreiddur orkumálmur með samhentum gítarriffum og kraftmiklum hetjusöng. Hljómsveitin leitar langt aftur í þungarokkssöguna og heldur sig nálægt hinu klassíska þungarokki. Hljómleikar þeirra eru fyrst og fremst skemmtun. Við erum dregin inn í veröld furðusagna þar sem brynklæddar hetjur kljást við dreka og aðrar ófreskjur.