English:
There is hardly any need to introduce this band to Icelandic rockers. Sólstafir has been one of the most popular metal acts in the country for many years. Sólstafir was founded in 1995 and focused on black metal in the beginning. Later on they created their own unique sound. The harshness and anger of the black metal was toned down and replaced by mysterious and shadowy tones that is reminiscent of the cold new-wave of the 80s.

Íslenska:
Eflaust óþarfi að kynna fyrir íslenskum þungarokkurum enda hafa Sólstafir verið ein allra vinsælasta hljómsveit landsins í mörg ár. Vinsældir hennar hafa þó frekar verið erlendis og farið nokkur fyrir ofan og neðan garð hjá hinum almenna Íslendingi. Sólstafir eru stofnaðir 1995 og væru öruggir aldursforsetar Sátunnar ef ekki kæmi til HAM en meðlimir Sólstafa hafa aldrei dregið dul á að sú sveit sé ein áhrifavalda. Sólstafir eltust við svartmálm í byrjun ferilsins en duttu síðan niður á sinn einstaka hljóðheim. Harðangur og reiði svartmálmsins var tónuð niður og í staðinn var tekin inn dulúð og dökkir skuggar sem helst má kenna við kuldarokk níunda áratugar. Þessi einstaka hljóðblanda veldur því að Sólstafir eru engum hljómsveitum líkir.