English:
Une Misére play powerful hardcore rock and have, for a long time been one of the most energetic and powerful live acts in the country. Iceland will often be cloaked in grey skies with cold winds, and that is reflected in their music. Misery loves company and you should be that company since Une Misére are simply amazing live.
Íslenska
Það koma reglulega fram mýgrútur hljómsveita sem skarta enskum nöfnum. Une Misere leituðu til frönskunnar frekar. Nafnið þýðir „Eymd“. Une Misere spila kröftugt harðkjarnarokk og hafa í lengri tíð þótt með betri hljómleikasveitum landsins. Ísland getur vissulega verið sólríkt land en stór hluti ársins eru skýin grá, vindar kaldir og myrkrið ræður ríkjum. Við slíkar aðstæður gerist eymdin sterk og það fjalla Une Misére um. Skilaboðin eru þau að Ísland sé krefjandi og við þurfum að undirbúa okkur andlega og líkamlega fyrir langan og myrkan vetur.