English:
Trios tend to become a really tight package, and Volcanova are no exception. These boys have been busy playing live and touring abroad. Their music could be labelled as stoner rock but plays homage to the 70s. Powerful and catchy guitar riffs with thundering drums are on the menu here.

Íslenska
Það koma reglulega fram mýgrútur hljómsveita sem skarta enskum nöfnum. Une Misere leituðu til frönskunnar frekar. Nafnið þýðir „Eymd“. Une Misere spila kröftugt harðkjarnarokk og hafa í lengri tíð þótt með betri hljómleikasveitum landsins. Ísland getur vissulega verið sólríkt land en stór hluti ársins eru skýin grá, vindar kaldir og myrkrið ræður ríkjum. Við slíkar aðstæður gerist eymdin sterk og það fjalla Une Misére um. Skilaboðin eru þau að Ísland sé krefjandi og við þurfum að undirbúa okkur andlega og líkamlega fyrir langan og myrkan vetur.Það er eitthvað sérstakt við hljómsveitir sem eru tríó. Þéttleikinn hefur tilfinningu til að verða nánast ofurmannlega mikill. Volcanova hafa í langa tíð verið afar iðnir við tónleikahald, bæði hér heima og erlendis. Afleiðingin er sú að þú ert að fara að hlýða á eina þéttustu og kraftmestu sveit landsins. Volcanova leikur hressilegt rokk sem hefur afar steinkenndan keim. Sterk tenging er við áttunda áratuginn og hljómsveitir þess tíma. Gítar og bassi eru hnausþykk ábreiða ofan á sérlega kraftmikinn og dýnamískan trommuleik. Allir liðsmenn leggja til raddir. Riffin koma á færibandi og stuðið er allsráðandi.