English:
We are graced with good guests from Sweden. Wolfbrigade were formed as Wolfpack in 1995 but changed their name as to not be affiliated with a neo-Nazi group with the same name. Wolfbrigade are often labelled as hardcore with strong crust-punk influences. Their music is aggressive, with a pummelling attack. We are so looking forward to seeing them take the stage at SÁTAN.

Íslenska:
Frá Svíþjóð koma góðir gestir. Wolfbrigade var stofnuð sem Wolfpack árið 1995. Sveitin breytti nafni sínu til að forðast að vera tengd ný-nasista-samtökum sem báru sama nafn. Wolfbrigade eru yfirleitt kallaðir harðkjarna-pönk en eins og alltaf með slíkar merkingar, þá segir það aðeins hálfa söguna. Sveitin leitar einnig fanga í kröstpönki, melódísku dauðarokki og klassísku rokki. Á köflum má heyra ýmislegt sem minnir á t.d. Motörhead og Discharge. Fyrst og fremst er sveitin frábært rokkband og tónlist þeirra er einkar tónleikavæn.